Vistvænar íbúðir, Hjartsláttur Ástu Ólafsdóttur og Býr Íslendingur hér - a podcast by RÚV

from 2020-09-15T16:05

:: ::

Víðsjá 15. september 2020 Í sumar var tekin skóflustunga að nýjum vistvænum íbúðum fyrir ungt fólk í Gufunesi. Íbúðirnar verða á bilinu 30 til 68 fm og munu kosta frá 17-34 milljónir. Á bak við jafn hagkvæmar einingar liggja miklar rýmispælingar sem Sólveig Berg, arkitekt hjá Yrki, mun segja betur frá í Víðsjá í dag. Einnig verður haldið í heimsókn í Nýlistasafnið þar sem nú stendur yfir yfirlitssýningin á verkum Ástu Ólafsdóttur en sýningin heitir Hjartsláttur. Auk þess verður fjallað um bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni en það er bókin Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller skráðar af Garðari Sverrissyni. Þar segir Leifur frá hremmingum sínum í heimsstyrjöldinni síðari; hvernig hann var svikinn í hendur Gestapo í Noregi, fangelsaður og síðar sendur til Sachsenhausen-fangabúðanna skammt frá Berlín. Garðar Sverrisson verður gestur Víðsjár, segir frá bókinni og les upp úr henni brot. Auk þess leikur Hallfríður Ólafsdóttir heitin Dans sælu andanna úr Orfeus og Evridís eftir Gluck.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV