Þýðingar, útskrifaðir myndlistarmenn, ævisaga Woody Allen og Hörpuleik - a podcast by RÚV

from 2020-06-18T16:05

:: ::

Sigrún Árnadóttir hlaut norræn þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins á dögunum. Sigrún kynnti landsmenn meðal annars fyrir hinum ástsæla Einari Áskeli. Víðsjá heimsækir Sigrúnu á heimili hennar í tilefni verðlaunanna. Sunna Ástþórsdóttir flytur hlustendum myndlistarpistil og veltir þar fyrir sér útskriftasýningum Listaháskóla Íslands og myndlistarnámi almennt. Einnig verður rætt við Sólveigu Thoroddsen söngkonu og hörpuleikara sem nýlega sendi frá sér hljómplötu þar sem hún syngur lög á einum sjö tungumálum og leikur undir á tvenns konar Hörpu og finnska hljóðfærið kantele. Björn Þór Vilhjálmsson segir hlustendum frá lestri sínum á bókinni Apropos of nothing, nýlegri sjálfsævisögu Woodys Allen.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV